Eftir að skipi hans var sökkt lendir bandarískur sjóliði í rómantískum lygavef út í sveit.
William Bibbiani í Critically Acclaimed hlaðvarpinu mælti með Christmas in Connecticut (frá 1945, ekki endurgerð Schwarzenagger). Mögulega kallaði hann þetta bestu jólamynd allra tíma.
Christmas in Connecticut er eiginlega farsi þó takturinn sé ekki alveg jafn hraður í mörgum slíkum. Mér leið eins og ég hefði brosað alla myndina. Brandararnir eldast vel en til þess að allt gangi upp þarf áhorfandinn að vera meðvitaður um að kynlíf utan hjónabands var ekki vel séð á þessum tíma.
Barbara Stanwyck er frábær en Una O’Connor (sem lék í öllum myndum) og S. Z. Sakall stela mörgum atriðum.
Maltin gefur ★★⯪☆.
Óli gefur ★★★★⯪👍👍🖖.
