I’m Chevy Chase and You’re Not (2026)★★☆☆☆🫳

Það kemur í ljós að Chevy Chase er ekki sérstaklega indæll.

Fyrsta myndin sem ég elskaði með Chevy Chase var Seems Like Old Time. Ég átti hana á spólu og horfði á aftur og aftur.

Ég treysti I’m Chevy Chase and You’re Not ekki sérstaklega af því að sá partur af henni sem fjallar um atburði sem ég þekki til eru undarlegar fram settir.

Chevy Chase lék í sjónvarpsþáttaröðinni Community sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Án þess að fara út í smáatriði kom hann ekki vel fram við fólk þar og því var ekki tekið vel.

Í I’m Chevy Chase and You’re Not segir dóttir Chevy Chase að pabbi sinn hafi neitað að halda áfram í Community af aðalhöfundurinn Dan Harmon fengi ekki að snúa aftur. En Chevy sneri aftur í fjórðu seríunni eftir Harmon var rekinn.

Leikstjórinn Jay Chandrasekhar hélt líka fram að Dan Harmon hafi skrifað línurnar sem urðu til að Chevy æsti sig upp að því marki að hann var rekinn. En það var í fjórðu seríu og Harmon var ekki á svæðinu.

Eitt sem ég hef séð í umræðunni um I’m Chevy Chase and You’re Not er að fólk segir að ofbeldið sem Chevy Chase varð fyrir í æsku hafi ekkert með það að gera hvernig hann kom fram við fólk þegar hann varð fullorðinn. Rökstuðningurinn er sá að fullt af fólki hafi verið lamið sem krakkar án þess að verða fífl.

Mér hefur alltaf þótt svona rök slök, þetta er eins og að benda á að sumt reykingafólk hafi ekki fengið krabbamein. Auðvitað skipti þetta máli. Lexían er samt ekki að við ættum að fyrirgefa Chevy Chase vegna þess heldur að við ættum að vernda börn fyrir slíku ofbeldi. Mér finnst allt í lagi að finna til samúðar með honum um leið og mér finnst fullkomlega eðlilegt að nær enginn vilji vinna með honum.

Chevy Chase er auðvitað flókinn. Dan Harmon hefur til dæmis sagt fallegar sögur af því hve langt hann gekk til þess að gleðja aðdáendur sína.

I’m Chevy Chase and You’re Not er alveg áhorfanleg mynd fyrir fólk sem hefur áhuga á Chevy Chase en ekki mikið meira en það.