Áður en hún sver heit sín sem nunna þarf ung pólsk kona að átta sig á bakgrunni sínum.
Ida er ótrúlega falleg svarthvít mynd. Rammarnir eru frábærir og 4:3 hlutfallið vel notað. Á köflum minnti myndin fagurfræðilega á stíl Agnès Varda. Leikstjóri myndarinnar er Paweł Pawlikowski.
Agata Trzebuchowska leikur aðalhlutverkið og meðan ég horfði ímyndaði ég mér hún hefði verið einhvers konar fyrirsæta. Andlit hennar en þó sérstaklega augun eru meginfókus myndarinnar. Ég hafði rangt fyrir mér. Hún var hvorki módel né leikkona heldur fann leikstjórinn hana á kaffihúsi. Hún hefur leikið í örfáum myndum síðan Ida kom út en líka leikstýrt stuttmyndum.
Mér leið eins og saga ætti að hafa meiri áhrif en hún gerði. Það er alveg efniviður þarna. Síðan fannst mér hún endasleppt. Þó Ida sé sorgleg er líka húmor í henni og þar sem hún er ekki nema áttatíu mínútur er alveg þess virði að kíkja á hana.
Maltin gefur ★★★⯪.
Óli gefur ★★★★☆👍👍 og er opinn að kíkja á hana aftur.
