Flicka och hyacinter (1950) ★★★★☆👍👍

Sænsk film noir um andlát ungrar konu.

Í Svíþjóð voru væntanlega engir einkaspæjarar þannig að við látum rithöfund duga. Hann er forvitinn um örlög ungu konunnar með goðaliljurnar og reynir að rekja sögu hennar.

Flicka och hyacinter er sérstæð af því að þrátt fyrir að sagan sé ekki jafn ögrandi og hún var á sínum tíma veitir hún okkur óvænt sjónarhorn á sænskt samfélag síns tíma. Ég á ekki við að myndin sé endilega raunsönn heldur er tilvist hennar í sjálfu sér áhugaverð.

Það gladdi mig að Flicka och hyacinter náði lendingunni, sérstaklega af því ég var farinn að efast um að það tækist.

Annars langaði mig að vita hvort myndin hefði verið sýnd á Íslandi en fann því miður engar vísbendingar um það.

Óli gefur ★★★★☆👍👍.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *