Midnight FM / Simya-ui FM (2010) ★★★★☆👍

Kóresk útvarpskona reynir að kveðja áheyrendur sína en sumir þeirra hafa ekki fengið nóg.

Midnight FM er eiginlega bæði spennumynd og sálfræðileg hryllingsmynd. Það mætti segja að hún sé á svipuðu svæði og Se7en (sesevenen) án þess þó að vera endilega lík henni. Ég sat spenntur nær alla myndina og þegar henni lauk var ég ennþá með smá óþægindatilfinningu.

Það er töluverð gagnrýni á bandarísk menningaráhrif í Midnight FM. Helsta skotmarkið er kannski Taxi Driver, eða allavega aðdáendur aðalpersónunnar. Sumsé, fólk sem tekur slíkum andhetjum sem hetjum.

Leikstjórinn Kim Sang-man gerði líka Uppreisn / Uprising.

Óli gefur ★★★★☆👍

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *