Au Hasard Balthazar (1966) ★★★☆☆🫴

Asni lendir í ógöngum og er eiginlega Jesús.

Marglofuð mynd Robert Bresson um asna sem heitir Balthazar. Líf hans er erfitt og það er einmitt erfitt að sjá honum reglulega misþyrmt. Ég eyddi áhorfinni í að reyna að sjá alla þessa djúpu merkingu sem á víst að leynast þarna. Lífið er erfitt og fólk er þversagnakennt og oft grimmt? Ég vissi það fyrir.

Robert Bresson reyndi víst ítrekað við aðalleikkonuna Anne Wiazemsky sem var næstum hálfri öld yngri en hann. Hún stóðst einhvern veginn freistinguna og giftist fljótlega Jean-Luc Godard. Hún er það eftirminnilegasta við Au Hasard Balthazar

Maltin gefur ★★★⯪.

Óli gefur ★★★☆☆🫴.

¹ Anne Wiazemsky var af norrænum ættum, sumsé komin af Hræreki konungi í Hólmgarði.