Eftir að prófum lýkur í næsta mánuði munum við Eygló stinga af til Kaupmannahafnar, við ætlum að vera þar í viku og hafa það bara notalegt. Ég hlakka til.
Hvað gerir maður í Kaupmannahöfn? Maður verður túristi, ég held að það sé vanmetið. Við förum í Tívolí, dýragarðinn (þar sem ég mun hugsa um afa) og við förum í Kristjaníu (þar sem ég mun líka hugsa til afa). Við munum sleppa Litlu Hafmeyjunni. Líklega mun ég gera mig að fífli á Ráðhústorgi aftur. Ég mun væntanlega rölta í safnarabúðir í leit að einhverju skemmtilegu Queendóti.
Hvað ættum við að gera fleira?