Kaldhæðni fjölmiðlafrumvarpsins

Ég er væntanlega ekki einn um að sjá kaldhæðnina í því að Framsóknarflokkurinn láti loka vefriti vegna þess að það gagnrýndi frumvarp sem Framsóknarflokkur segir að eigi að tryggja frelsi fjölmiðla. Þetta sýnir hverjir það eru sem eru raunverulega hættulegir lýðræðislegri umræðu.

Ég er að sjálfssögðu mótfallinn þessu frumvarpi. Ég held að nær allir sem lesa Fréttablaðið og DV eða horfa á Stöð 2 taki öllum fréttum þessara miðla um Baug með ákveðnum fyrirvara en hins vegar lesa fjölmargir Moggann með því hugarfari að sú heimsmynd sem þar komi fram sé sú eina sanna. Er ekki mikilvægara að koma í veg fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn troði sínu fólki í allar mögulegar stöður hjá Sjónvarpinu?
Ef það á að setja lög umi fjölmiðla þá verður að gera það á heiðarlegum forsendum en ekki bara af því foringinn er fúll.