Það var mannfjöldi hjá Hafdísi og Mumma að horfa á úrslitin úr Survivor, allir urðu fyrir vonbrigðum þegar Jenna var svo heimsk að kjósa út Rupert, hún er greinilega ekki góð að reikna út líkindin. Hún virtist alls ekki taka með í reikninginn að hún átti engan séns að fara á móti Amber og Rob en ef hún hefði farið með Rupert þá hefði hún allavega átt stóran séns á 100.000 dollurunum.
Jenna heimsk.
Í lokin þá var ég nú að vona að Rob myndi fremja hin endanlegu svik með því að fleygja kærustunni fyrir borð en því miður.
Í lokaatkvæðagreiðslunni bar Rob af í smeðjulátum, Lex var nú að hræsna óttalega mikið þegar hann talaði um að stinga vini sína í bakið, kannski var hann bara búinn að gleyma því sem hann sagði við Ethan á sínum tíma. Það er að vísu ljóst að Ethan var ekki góður við Lex í Afríku á sínum tíma þannig að það vegur aðeins upp á móti.
Shi Ann var alveg með þetta á hreinu þegar hún sagði að fólk sem byggi í glerhúsum ætti ekki að kasta steinum, hennar viðhorf var nokkuð gott.
Tom var hins vegar maður stundarinnar, það urðu þvílík fagnaðarlæti þegar hann þóttist ætla að taka í höndina á Rob en dró hana undan og sagði „don’t be stupid, stupid“, æðislegt alveg.
Bónorðið var nokkuð skemmtilegt, great television einsog þeir segja en maður veit aldrei hve lengi þetta endist, það væri nú frábært ef Survivor gæti búið til hamingjusamt hjónaband á meðan Bachelor hefur bara búið til tímabundna væmni.
Ég var nú nokkuð viss um að Amber tæki þetta í atkvæðagreiðslunni, hún stóð sig töluvert betur en Rob í yfirheyrslunni og svona.
Nú er ég samt fyrst og fremst spenntur að sjá endurfundina, þeir ættu að verða áhugaverðir. Reyndar slysaðist ég til að komast að hinu óvænta atviki sem gerist þá en hvað um það.