Íbúðin hefur verið í rugli síðan áður en ég fór til Akureyrar um síðustu helgi, þá hafði ég næstum tæmt hillurnar í stofunni og troðið öllum bókunum á eldhúsborðið. Hillurnar voru allar tæmdar á mánudagskvöld og á þriðjudag fórum við í IKEA og Rúmfatalagerinn þar sem við keyptum hillur. Á miðvikudaginn tók Ásgeir hillurnar sínar og um kvöldið komu nýju hillurnar, síðan fórum við að reyna að raða í þær og erum næstum búin að því núna.
Í morgun fórum við síðan í Svefn & Heilsu og keyptum okkur rúm. Rúmið kom síðan rétt eftir hádegi og þá var það Villi frændi sem var að skutlast með það, skemmtilegt að hitta hann þó það hafi verið snöggt, hann fékk líka að sjá íbúðina í rusli. Við Eygló höfum núna 33 cm í viðbót til að sofa á eftir að hafa látið 120 cm duga í nærri fimm ár. Ég fæ ekki að sofa upp við vegginn lengur.
Þetta er semsagt allt að koma.
Núna er stefnan að fá eitt stykki kommóðu að norðan, gluggatjöldin okkar og jafnvel gamla stólinn hans afa ef eitthvað far fæst.