Ég er að fíla LotR Risk, við keyptum það í gær í Nexus á 5990 krónur, það hefði kostað aðeins minna að fá það frá Bandaríkjunum en það er alveg þess virði að styrkja nördabúðina. Sú útgáfa sem við keyptum er ekki fyrsta útgáfan af spilinu sem hefur verið gefin út, í þeirri fyrstu var nefnilega Gondor og Mordor nefnilega sleppt af því því þá hefði sést hvar hringurinn eini endaði. Spilið er töluvert breytt, athyglisverðasta breytingin er væntanlega það að því fylgja hálfgerð Magic: The Gathering spil sem hafa töluverð áhrif á það hvernig leikurinn þróast.
Við prufuðum spilið síðan í fær og ég burstaði Eygló, ég var góður en Eygló vond. Í raun tapaði Eygló mestu á því að hafa ekki náð yfirtökum á öllu Mordor í fyrstu umferðunum, þar var nefnilega eitt land sem hlutlaus her réð yfir og teningarnir voru vondir við vondu Eygló.