Um helgina byrjaði ég að lesa bók um George Harrison sem heitir *The Quiet One*. Ég gafst upp rétt um það leyti sem Bítlarnir voru að taka upp endanlegt nafn sitt. Ég er ekki gjarn á að hætta að lesa bækur eftir að hafa byrjað á þeim en það var bara ekki hægt að halda áfram með þessa. Höfundurinn var alveg að drepa mig með leiðinlegum stíl, heimskulegum athugasemdum og óhóflegri notkun sinni á samheitaorðabókum. Hann virtist líka á vissan hátt vera að sleikja Harrison upp sem er aldrei góð leið til að skrifa ævisögu.
Eftir að hafa fleygt hinum þögla frá mér þá byrjaði ég á bók um Woody Allen, sú var allt öðruvísi. Höfundurinn talar hreint og beint um Woody án þess þó að vera að setjast í eitthvað dómarasæti. Ég er raunar ekki kominn langt með bókina (Woody er alveg að fara að skrifa *What’s new Pussycat*) en hún lofar góðu.