Ljós og myrkur

Um helgina voru loksins sett upp gluggatjöld í svefnherberginu okkar, einmitt þau sem mamma Eyglóar saumaði fyrir okkur þegar við bjuggum í Stekkjargerðinu. Áður vorum við bara með rimlagardínur, hvítar rimlagardínur. Það að hafa ekkert nema hvítar rimlagardínur fyrir svefnherbergisglugga á Íslandi að sumarlagi er vonlaust, þetta heldur varla neinni birtu úti sem veldur að sjálfssögðu einhverjum truflunum á svefni.

Það er allt annað líf að hafa þessi dökkgrænu gluggatjöld, það er ákaflega auðvelt að sofna og ég vakna ekki vegna ofbirtu á nóttunni. Þegar ég kem fram á morgnanna þá er fyrsta hugsunin sú að það sé alveg dregið frá í stofunni en í raun og veru er einfaldlega svona bjart af því að þar inni eru hvítar rimlagardínur. Þegar við vorum að kaupa eitthvað til að láta fyrir stofuglugggana þá ætluðum við að finna litaðar rimlagardínur en fundum hvergi. Hvers vegna?
Talandi um heimilið þá þurftum við að rýma til í geymslunni í gær til að koma þvottavél fyrir, við fáum þvottavél væntanlega í kvöld ásamt stólnum hans afa, símastólnum (sem fer niður í geymslu) og náttborðunum úr Stekkjargerði. Lífið er skrýtið.