Nýjan síma

Ég verð að fara að kaupa mér nýjan síma, ætlaði að gera það áðan en sérlegur símakaupahjálparmaður minn var ekki við, ég fer þá bara á morgun. Síminn minn er Nokia 5110 og er orðinn fimm ára og tveggja mánaða. Hann hefur þurft að þola margt, í fyrra þá varð hann dáltið leiðinlegur en lagaðist fljótt aftur. Núna held ég hins vegar að tími hans sé kominn, hann er byrjaður að slökkva á sér og sprungan í kringum loftnetið er orðin afskaplega stór. Mig langar í raun ekkert að skipta um síma, þessi hefur virkað ákaflega vel, mig grunar að ég fái aldrei jafn góðan aftur.

Ég er að spá í að skipta um símfyrirtæki í leiðinni, fara yfir í Voðafón þannig að ég verð ekki í neinum viðskiptum við Símann lengur, þar með líkur 8 ára leiðindum. Engin sms verða send með tilkynningu um númeraskipti, þess í stað mun ég setja talhólfsskilaboð á gamla númerið mitt með nýja númerinu mínu, fólk verður bara að sætta sig við það.