Þetta finnst mér afgreiða þennan forsetaframbjóðanda:
*“Baldur Ágústsson segir að auka þurfi virðingu forsetaembættisins. Af einhverjum ástæðum virðist hann telja það best gert með því að kjósa hann forseta. Þar erum við ekki sammála.“* – Pulla
Á svipaðan hátt mætti segja að ég og Ástþór séum sammála um að það væri gott að hafa friðarsinna á Bessastöðum en við erum ósammála um hvaða friðarsinni ætti að fara þarna inn. Ástþór virðist halda að ef fólk sé á móti stríði þá sé augljóst að það styðji hann. Ég er alls ekki ósammála Ástþóri í öllu en hann er bara aðeins of klikk.