Nýji síminn kominn í gang og ég er þegar byrjaður að nýta alla þessa nýju og flottu möguleika sem flestir fengu fyrir svona fjórum árum. Eygló fær sérhringingu, það er *Crazy little thing called love*. Almenna hringingin er *Keep yourself alive* (af Queen með Queen ef þið vissuð það ekki). Ég er búinn að láta inn nokkrar aðrar hringingar, allar Queenlög. Ég fann semsagt síðu með uppskriftum að Queenlögum fyrir Nokiasíma.
Ég hef ekki ennþá getað sent sms úr símanum, það er eitthvað að sem ég skil ekki, vonandi er auðvelt að leysa það mál.
Gamli síminn vísar nú á talhólf þar sem ég þvaðra samhengislaust og minnist í leiðinni á nýja símanúmerið, allir glaðir með það. Ef þig vantar símanúmerið mitt þá er hægt að biðja mig um það hérna í kommentakerfinu og ég sendi það umsvifalaust til þín, vonandi..
Mig langar í svona Queen hringingar! Hef ekki fundið neinar spennandi á þessum „hefðbundnu“ tónasíðum 🙁