Það er eitt sem ég hef oft pælt í og hef nú ákveðið að deila með ykkur(hugsanlega hef ég einhvern tíman gert það áður enda hef ég staðið í þessu rugli í nærri tvö og hálft ár).
Þið munið eftir Pringles auglýsingunum sem hljómuðu eitthvað á þessa leið:“einu sinni poppað, þú getur hætt“ – Þetta átti augljóslega að skiljast á þann veg að ef maður byrjaði (poppaði upp lokinu) á bauk af Pringles þá gæti maður ekki hætt að éta flögurnar. Mér hefur alltaf þótt þetta ákaflega mislukkuð auglýsing þar sem að aðalkosturinn við Pringles er að það er einmitt svo auðvelt að hætta að borða flögurnar með því að láta lokið aftur á baukinn.
Svona er ég nú djúptþenkjandi.