Hver skerðir opnunartíma Þjóðarbókhlöðunnar?

Mér þykir fréttin um breyttan lokunartíma Þjóðarbókhlöðu á heimasíðu Stúdentaráðs illa orðuð. Þar stendur: *Nú er svo komið að forsvarsmenn Landsbókasafnsins sjá sig knúna að skerða opnunartímann verulega.* Í fréttinni er ekkert minnst á ástæðuna fyrir því að skerða á opnunartímann. Í raun og veru er það Háskólinn sem ber ábyrgð á þessum breytingum vegna þess að hann er að hætta að borga fyrir þennan aukalega opnunartíma. Hvers vegna er Háskólinn að hætta að borga? Mér skylst að það sé vegna þess að Stúdentaráð hefur verið að þrýsta á að hafa aðrar lesastöður opnar lengur. Hver er sökudólgurinn?