Einskonar eða tvennskonar afmæli

Í kvöld bakaði ég pönnukökur fyrir gesti mína, ein ástæðan fyrir bakstrinum er að ég vildi gera eitthvað smævægilegt til að minnast ömmu og þá er alveg eins gott að gera það með því að nota uppskriftina hennar. Amma hefði semsagt orðið 92 ára í gær en hún fyrir um tveimur mánuðum.

Í dag er annars konar afmæli, það eru þrjú ár síðan ég flutti til Reykjavíkur í leit að vinnu, það er ekki tilviljun að þessi afmæli liggja saman heldur eru bein tengsl á milli, ég frestaði ferðinni suður til þess að geta verið í afmælinu hennar ömmu.