Steikti Björn stendur undir nafni

Schnitzel bendir á að Björn Bjarnason kemur með alveg dásamlega útskýringu á brellubralli sínu sem ég talaði um í nótt:
>Ég var einmitt að kanna, hvort ekki væri verið farið að fylgjast með þessum texta á vefsíðu minni og ákvað að gera þessa tilraun héðan frá Peking til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum, breytti honum því tvisvar sinnum með stuttu millibli, áður en ég setti hann aftur í sitt upprunalega horf. Tilraunin var þess virði, eins og bréf þitt sýnir. Ég þakka þér [blaðamanni Fréttablaðsins] fyrir að taka þátt í henni. Ef hún verður þér fréttaefni, staðfestir það enn í mínum huga, hve mikils síða mín er metin og það, sem þar stendur.

Var Björn að plotta svona ægilega eða var hann einfaldlega að fara á taugum yfir því að skrifað klausu sem gengur gegn þeirri leið sem ríkisstjórnin ætlar að fara núna? Ætlast Björn í alvörunni til þess að við trúum að hann sé bara prakkastrákur sem náði þarna að snúa á vondu Baugsblaðamennina? Björn er svoltið einsog krakki sem hefur stolið nammi, þegar upp kemst um þjófnaðinn þá er namminu skilað og krakkinn segir: „ég va’ bar’að sjá hvort þú tækir ettir ‘essu, ég ætlaði alltaf að skila ðí“