Ég hef undanfarið verið lesa uppflettirit, það heitir *An Encyclopedia of Claims, Frauds, and Hoaxes of the Occult and Supernatural* og er eftir James Randi sem hefur í gegnum tíðina flett ofan af ótal svikahröppum sem nýta sér trúgirni fólks (til að mynda skrifaði hann heila bók um Uri Geller sem er frægur fyrir að beygja skeiðar með höndunum).
Meðal annars þá fjallar Randi um ærsladrauga í bókinni, hann bendir á að frægustu ærsladraugarnir hafi komið fram á heimilum þar sem óánægðir (oft ættleiddir) unglingar búa, til að losna við ærsladraug er best að reyna að gera unglinginn ánægðan.