Hve langt sökkva þeir

Við lifum á áhugaverðum tímum, einsog staðan er núna er spurningin hvort framsóknarmenn [sleppi dónalegum líkingum] sætti sig enn einu sinni við að láta Davíð Oddsson skipa sér fyrir. Á vissan hátt hef ég orðið svo litla trú á framsókn að mig grunar helst að kyngi bara stoltinu og leyfi Davíð að ráða. En hvað um aukaleikarana í Sjálfstæðisflokknum, hina svokölluðu einstaklingshyggjumenn (ég hlæ næstum upphátt við að skrifa þetta), hvað ætla þeir að gera? Bara að hlýða? Ætli það ekki.