Ég hjó eftir því að Guðni Ágústsson sagði að það væri samstaða um að hætta við fjölmiðlafrumvarpið, ég man ekki betur en að það opinberlega þá hafi verið samstaða um nákvæmlega hvert einasta skref í þessu bjánalega máli öllu. Mér dettur hér í hug annað ljóð og vona að Sverrir fari ekki að stela því af mér líka. Úr Stairway to Heaven:
cause you know sometimes words have no meaning
Það er kannski samt ekki beint orðin sem eru merkingarlaus heldur mennirnir sem eru marklausir.