Undarleg hegðun á mánudagskvöldi

Í fyrradag var ég að keyra Bústaðaveginn og tók þá eftir manni sem var að pissa fyrir framan strætóskýli, hann hafði ekki fyrir því að snúa baki við umferðinni heldur var bara að spreyja þessu einhvern veginn. Við hliðina á manninum var hjól þannig að hann virðist hafa verið úti að hjóla og síðan stoppað þarna til að létta sér. Mér þótti þetta undarleg hegðun á mánudagskvöldi.