Erfiðleikar að skipuleggja Færeyjaferð

Það virðist ekki vera auðvelt að skipuleggja Færeyjaferðina. Vandamálið er fyrst og fremst hve seint um kvöldið ég myndi lenda ef ég færi, á þeim tíma eru engar rútuferðir og bílaleigan virðist vera lokuð. Ég kæmist ekki einu sinni til Þórshafnar þarna um nóttina, bömmer. Síðan væri að sama skapi erfitt að ná fluginu út. Verð væntanlega að fresta þessu en ætla ekki að gefast upp strax.