Nú fer að líða að því að Gneistaflug 2004 verði haldin í annað skiptið. Í fyrra gengu hátíðarhöld framar vonum og því er ekkert til fyrirstöðu að endurtaka leikinn. Einsog þeir vita sem fylgdust með hátíðinni í fyrra þá er þetta eina færanlega hátíðin á landinu. Ef ég verð í stuði gæti ég í raun farið landshorna á milli þó að ég verði væntanlega yfirleitt ekki meira en í svona tíu metra fjarlægð frá tölvunni minni ef veður verður leiðinlegt.
Margar stórar hljómsveitir spila á Gneistaflugi 2004 einsog á fyrri hátíðum, Queen er náttúrulega aðalhljómsveitin en væntanlega munum við heyra frá fleiri hljómsveitum svo sem Brúðarbandinu, Tý og Placebo. Í raun munu allar hljómsveitir sem mig langar að hlusta á spila á Gneistaflugi, stuðinu lýkur ekki nema ef ég dett úr stuði.
Á morgun verður væntalega dömukvöld en restin af helginni er alveg víðopinn, ég mun reyndar sjálfur ekki taka þátt í dömukvöldinu enda er ég engin dama.
Sem fyrr eru einkunarorð hátíðarinnar:
Komdu í fjörið!
Eða láttu mig vera ef þú ert leiðindapési.