Þar sem við Eygló erum loksins að stefna að því að „framkalla“ stafrænu myndirnar okkar þá erum við líka að flokka þær. Við stefnum að því að taka fyrir allar myndir sem eru teknar frá og með maí á þessu ári í þessari atrennu, það eru semsagt rúmlega 2000 myndir sem við þurfum að fara í gegnum. Reyndar spilar töluvert inn í að þarna er Danmerkurferðin inní. Þegar því er lokið þá eigum við bara eftir að fara í gegnum 12000 myndir í viðbót til að vera komin í gegnum allt safnið. Í raun tekur þetta ekki neitt of langan tíma en það er það reyndar fljótlegra að taka mynd heldur en að flokka hana og dæma gæði hennar.