Ég var að lesa gamalt blogg hjá guðfræðinema sem var að koma með gömlu línuna um að þróunarkenningin sé bara kenning, síðan fór hann að þylja upp eitthvað kjaftæði sem sýndi að hann hafði ekki einu sinni nokkra hugmynd hvernig þróun virkar. Hálfviti, ég hélt að svona rugl væri bundið við hina svokölluðu sértrúarsöfnuði en nei, þetta var þjóðkirkjumaður.
Mig grunar reyndar að íslenska skólakerfið sé að feila allverulega á því að fræða fólk um þróunarkenninguna, ég man sjálfur varla eftir nokkurri alvöru kennslu um hana, það er ekki fyrren ég fór sjálfur að lesa um hana.
Þið mynduð annars ekki trúa hve mikið er til af sköpunarsinnum á Íslandi, nöttarar út um allt sem virðast halda að vísindamenn séu almennt heimskir eða meðlimir í allsherjarsamsæri gegn góða kristna fólkinu.
Þróunarkenningin er bara kenning og tilgáta. Það eru fullt af vísindamönnum sem trúa á sköpun. Margir frumkvöðlar helstu greina vísinda voru sannfærðir sköpunarsinnar, s.s.Lord Kelvin, Gregor Mendel, Kóperníkus, Issac Newton og Lois Pasteur.
Vá, þetta er nú afrek miðað við sköpunarsinna, fæstir geta þeir nefnt vísindamenn sem trúðu þessu án þess að þeir hafi drepist fyrir meira en öld, hetjan þú nærð að nefna einn sem dó fyrir 97 árum.
Heldurðu kannski að þessir vísindamenn hefðu haft aðrar skoðanir ef þeir hefðu þá þekkingu sem vísindamenn hafa aflað sé síðustu 100 árin?
Þú ættir annars að kynna þér hvað orðið kenning þýðir í málfari vísindamanna.
Mér var ekki kennd þróunarkenningin, bara að guð skapaði heiminn.
Helvítis kristinfræði, skólarnir ættu að kenna hvernig á að fylla út skattskýrslur og hvernig á að halda heimilisbókhald og spara í staðinn.
Alger óþarfa kennsla þessi kristinfræði sérstaklega þar sem ég trúi ekki á neitt.
Samanber viðtal við Björn Bjarnason á skodun.is þar sem hann talaði um að ástæða glæpa væri erfðasyndin…
http://www.skodun.is/archives/2004/09/03/refsingar_erfdasyndin_trufrelsid_og_menningin.php
Annars er þróunarkenningin í alvöru „bara“ kenning sko ;> En hún hljómar mun meira sannfærandi en biblían.
Það fyrsta sem bróður kærustu minnar var kennt í þessum fræðum í 6 ára bekk var að guð hefði skapað heiminn (hann teiknaði myndir við sköpunarsöguna í kristinfræði). Það lofar ekki góðu.
Ég held að það sé rétt hjá þér að sköpunarsinnar hér á landi séu fleiri en ætla mætti í fljótu bragði.