Bókasöfn með Jostein Gaarder

Ríkissjónvarpið stóð sig svo sannarlega í kvöld og sýndi einkar áhugaverða heimildarmynd um bókasöfn með hinum indæla norska rithöfundi Jostein Gaarder (Veröld Soffíu). Ég missti því miður af byrjuninni af þættinum (verður hann ekki örugglega endursýndur) en sá umfjöllun um bókasafn Vatíkansins sem var verulega spennandi. Parturinn um bókasafnið í Alexandríu var of mikið í núinu en ekki nógu mikið í fortíðinni en samt vel áhorfsins virði. Sjónvarpið ætti að auglýsa svona þætti betur svo maður gæti planað dagskrá sína í kringum þá, ég hefði án efa sent auglýsingu um þetta á alla bókasafnsfræðipóstlista sem ég og Eygó erum á (og þeir eru margir).

Þið tvö (hann og hún) eruð bara fúl á móti.