Fyrsti tíminn

Fyrsti tíminn var áðan, Almenn félagsfræði. Ég get ekki sagt að mér hafi þótt þetta lofa góðu, kennarinn virðist hafa leiðinlegar áherslur en plúsinn er að ég hef Evu og Heiðu hjá mér í þessum tímum. Lokaprófið gildir 100% í þessu þannig að maður þarf nú ekki að leggja mikla áherslu á þetta strax. Á morgun fer ég hins vegar í Inngang að safnafræði og kemst þá kannski að því hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að velja safnafræði sem aukagrein. Fleiri tímar eru ekki í þessari viku, Heimspekileg forspjallsvísindi byrja í næstu viku og fyrsti tíminn í Skjalstjórn fellur niður. Ég hef þá nefnt alla þá kúrsa sem ég er skráður í.