Úff, krakkar tíunda bekk að biðja um að samið verði í kennaradeilunni, piff, kennaraverkfallið 1995 var skemmtilegasti tími unglingsára minna, krakkarnir ættu að gleðjast.
Annars þá var kennaraverkfallið 1995 eina kennaraverkfallið sem ég lenti í á öllum mínum skólaferli þrátt fyrir að fólk þvæli um endalaus kennaraverkföll.
Já, ég er í smá klemmu útaf þessu verkfalli. Í fyrsta lagi hef ég ákveðna samúð með kennurum, þeir þurfa að kenna of mikið til að fá sín laun. Í öðru lagi er skóli ofmetinn og það gerir ekkert til þótt hann falli niður í dálítinn tíma. Óhentugt fyrir foreldra 7-9 ára barna kannski en það er bara spurning um gæslu, ekki nám.