Takk fyrir DV

Fólk hefur verið að spyrja mig hvers vegna ég skrifaði ekki um DV gærdagsins, svarið er einfaldlega að ég sá það ekki í gær og vissi ekkert hvað í því stóð. Reyndar fann ég eitt eintak á flakki í vinnunni í gær en fletti því ekki þar sem vinnudagurinn var að klárast. Í nótt sagði Ásgeir mér að ég hefði tvisvar verið „blaðsíðu 2 stelpan“ hjá DV í vikunni þannig að ég áttaði mig á að ég þyrfti að redda blaðinu.

Ég fór út í 10-11 áðan og spurði hvort þær væru búnar að henda blöðunum frá því í gær, það var víst gert strax í morgun. Ég þakkaði fyrir upplýsingarnar og ætlaði að fara út en þá kallaði önnur stúlkan á eftir mér að það væri kannski til DV á kaffistofunni þeirra. Blaðið fannst og þær voru svo indælar að gefa mér það, takk fyrir það.

DV leiðréttir nafnaruglingin vel og vandlega og birtir útlistun mína af nafninu héðan af síðunni, þarna er líka glottandi mynd af mér. Annars þá má bæta við að karakterinn í Aski Yggdrasills hét Vésteinn Gneisti.