Hver á faxtæki?

Hverjum dettur í hug að almennur borgari eigi faxtæki? Alltaf þegar ég fæ sendingu og tollstjóri vill leyfi til að opna hana þá fæ ég blað sem ég er beðinn um að faxa til þeirra. Ekki á ég faxtæki. Ég reddaði þessu með að skanna þetta inn, senda í tölvupósti til Nils og láta hann faxa á sinni skrifstofu. Endalaust vesen.

Hvað gerir tollurinn annars ef maður neitar þeim um leyfi til að opna pakka?