Dagurinn hófst á því að baka fyrir Vantrúlinga sem byrjuðu síðan að hlaðast inn um tvöleytið og fóru um klukkan sex, í millitíðinni töluðum við um Jesú einsog verstu kristlingar. Hálftíma eftir að Vantrúarliðið skreið út þá fóru bókasafnsfræðinördar að hópast að, pöntuðum pizzu, spjölluðum um dauðann og spiluðum, síðasti maður var að fara út þannig að gestir verið aðalatriði dagsins.
Komst annars að því áðan að það er tíu ára útskriftarafmæli úr tíunda bekk hjá mér í vor, ég leit yfir bekkjarlistann og flokkaði fólkið og komst að raun um að ég væri alveg til í að hitta svona þriðjunginn af þessu fólki en margt af hinu liðinu er of leiðinlegt til að ég nenni nokkuð að hitta það aftur, sleppi þessu alveg.
Vitleysa er þetta, það er bara góða fólkið sem skiptir máli