Ég fór í ræktina áðan og hljóp í 45 mínútur, nokkuð ánægður með það. Ég hljóp reyndar ekki hratt enda er ég ennþá slappur eftir veikindin. Ég ákvað að vera mjög góður við mig áðan og keypti mér mp3-spilara til að geta hlustað á meðan ég er að hlaupa, það virkaði nokkuð vel. Rammstein og Manson, góð blanda. Ég er kannski kjánalegur þegar ég er að tromma og hreyfa varirnar með en þetta er bara miklu skemmtilegra svona.
Ég er núna búinn að nota þetta líkamsræktarkort þrisvar sinnum oftar en síðasta kortið sem ég keypti mér, þrisvar semsagt. Stefni á þrisvar í viku héðan í frá (fór tvisvar í þessari viku).
Hvar ertu með kort?