Skeptíkus af stað

Fundurinn hjá Skeptíkusi gekk ágætlega, nokkrir sem ætluðu að mæta komu ekki en þeir koma væntanlega í félagið samt, þrír sem ég vissi ekkert um komu og þar að auki einn forvitinn guðfræðinemi. Nú ættum við að fara að klára grunnatriði einsog að setja upp heimasíðu og síðan að gera okkur áberandi.