Ég held að Kerry fái fleiri atkvæði og er eiginlega frekar á því að hann nái kjörmönnunum líka. Ástæðan fyrir þessu mati mínu er það að kannanir hafa flestar aðeins náð til þess sem er „likely voters“, þeir sem hafa kosið í síðustu kosningum, þeir sem eru ekki spurðir eru þar af leiðandi þeir sem sjá ekki tilganginn í að velja á milli mismunandi tegunda af mannlegum úrgangi. Þessi hópur er að mínu mati líklegur til að hafa látið Bush angra sig nógu mikið til þess að þeir mæti á kjörstað.
Síðan kemur hin margumtalaða farsímakynslóð inn í málið og þar að auki hefur það víst verið þannig að forsetar fá færri atkvæði en skoðanakannanir benda til á meðan áskorendurnir fá fleiri.
Engin vísindi í gangi hér, bara pælingar. Ég held hins vegar að ég sofi af mér kosningavökurnar, verður þetta nokkuð komið á hreint fyrr en á morgun hvorteðer? Eða í desember?