Ég bý við ofsóknir póstmanna, við Eygló höfum fjórum sinnum fengið tilkynningu um að reynt hafi verið að bera út til okkar böggla síðustu tvær vikur. Það er merkilegt hvað er hægt að missa oft af okkur miðað við hvað við erum heimakær. Á mánudaginn fer ég því enn og aftur á pósthúsið. Bömmer að þurfa að bíða yfir helgi.