Ég verð að segja að það pirrar mig töluvert þegar ég rekst á athugasemdir um að við á Vantrú séum ómálefnalegir eða förum með rangt mál. Við höfum stundum reynt að fá þetta fólk til að benda á dæmi um þetta en yfirleitt er þögnin eina svarið.
Höfum við einhvern tímann verið ómálefnalegir? Örugglega. Höfum við einhvern tímann farið með rangt mál? Án efa, errare humanum est. Eru við mikið verri en til dæmis pólitísku vefritin? Ég held ekki.
Vantrú hefur það umfram önnur vefrit að hafa opið athugasemdakerfi. Hver sem er getur komið og bent á það sem er rangt með farið í greinum okkar. Stundum eru umræðurnar skemmtilegar, stundum eru þær algjört kjaftæði. Ég vona innilega að ef fólk rekst á staðreyndavillur hjá okkur þá geri það athugasemdir við það, það er hið eina rétta í stöðunni. Þessi athugasemd er samt ekki til fyrirmyndar.