Jarðarför

Í kvöld fór ég í jarðarför. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt einstaklinginn vel en þó hitt hann nokkrum sinnum.

Ég ákvað að skreppa til Sigga í kvöld til að gefa Eygló færi á að skúra. Þegar ég kem til Sigga þá er kassi á rúminu hans og kemur í ljós að það er músin hans. Siggi sannfærði mig um að koma með honum að jarða hana (mér hafði þá mistekist að benda honum á kosti innanhúsgrafreitsins þar sem dvergar gætu gætt mýslu).

Við keyrðum langt og gáfumst upp á að finna skjól fyrir rigningunni þegar komið var að Öskjuhlíðinni, þar fann ég henni greftrunarstað og Siggi jarðaði. Ekkert varð af myndtökum vegna rigningar.

Síðan fengum við okkur ís.

Siggi er annars hress og ekki með SARS (né HABL).