Siðferði og trúleysi í kvöld

Fyrirlesturinn hans Michael Shermer um hvers vegna við höfum siðferðiskennd verður sýndur í kvöld klukkan 20:00 í stofu 132 í Öskju (stóra náttúrufræði(eða fræða)húsið í Vatnsmýrinni). Skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur, um klukkutímalangur, allir velkomnir, þetta er ókeypis, umræður fara fram eftir á fyrir þá sem hafa áhuga.