Guð er dauður

Þið vissuð það svosem. Ég var að ræða dauða guðs í heimspekilegum forspjallsvísindum og það var nokkuð gaman. Ég ákvað að tjá mig vel og vandlega um málið, það var skemmtilegt.

Við ræddum um siðferði án guðs og þá hjálpaði fyrirlestur gærdagsins mikið, einnig þeir punktar sem komu fram í þeirri umræðu. Það voru náttúrulega ekki allir sammála mér en ég held að málflutningur minn hafi verið skýr.

Það var mér líka stoð í þessum tíma að hafa lesið töluvert af bókunum hans Nietzsche en ekki bara þessi brot úr Zaraþústra sem við áttum að lesa fyrir þennan tíma. Nietzsche er skemmtilegur, ég mæli með honum.