Ég heyrði áðan undarlegt samtal, nokkrir menn voru að spjalla saman um Þórólf og hans brotthvarf. Þessir menn voru að kvarta yfir VG og þá kom áhugaverð lína.
Vinstri Grænir halda að pólitík snúist um rétt og rangt
Þetta taldi maðurinn alveg hrikalegan ókost og enginn mótmælti þessu. Því var líka haldið fram að ef um Sjálfstæðismann hefði verið að ræða þá hefði flokkurinn hans varið hann með kjafti og klóm. Það var líka farið í fótboltalíkingar og talað um að VG hafi skorað sjálfsmark.
Mér finnst að það eigi að berja fólk sem kemur með fótboltalíkingar í stjórnmálaumræðu, það er svo hálfvitalegt að orð fá ekki lýst því. Stjórnmál snúast ekki um að skora mörk heldur rétt og rangt, þú reynir að gera það sem er rétt, ekki fyrir þinn flokk eða þína hagsmuni heldur fyrir þjóðina og vonandi heiminn allann.
Það gæti vel verið að þetta rétt og rangt komment sé það sem þurfti til þess að fá mig til að ganga í VG.