Ég les um eitt sjéní í bók sem annað sjéní átti. Það er skrýtið að hugsa til þess að bók sem ég er búinn að vera að lesa núna var einu sinni í eigu Þórbergs Þórðarsonar. Kannski var það Þórbergur sem bætti við i-inu sem vantaði í orðið „andaðst“ á fyrstu blaðsíðunni. Það er ekkert ólíklegt.
Þórbergur vildi ekki að það yrði búið til safn í kringum bækur hans. Þegar hann ánafnaði Háskólabókasafninu safn sitt var það til þess að bækurnar yrðu í notkun, ekki til þess að þær söfnuðu ryki í einhvers konar minnismerki um hann sjálfan. Virðingarvert.