Þetta var fínn dagur í vinnunni. Yfir meðallagi að gera miðað við sunnudag en ég náði samt að lesa heilmikið. Ég vona að ég nái líka að lesa eitthvað næstu tvö kvöld í vinnunni. Fyrstu prófin eru á fimmtudag og föstudag, síðan er eitt á mánudaginn eftir viku. Þétt prógram.
Það er þægilegt hvað Almenna Félagsfræðin og Heimspekilegu Forspjallsvísindin skarast, það er kannski ekki mikið en það að fá að lesa um Nietzsche í báðum áföngum er ánægjulegt.
Ég er mikið að spá í að fara að lesa Nietzsche í heilu lagi bráðum, ég hef lesið nokkrar bækur en aldrei tekið þetta almennilega. Það er fátt sem hressir mann jafn mikið og að lesa Friedrich, það er svoltið einsog tilfinningin þegar maður gengur úti í ömurlegu veðri en fílar það í botn.