Versti dagurinn?

Ónei, ekki versti dagurinn, fínn dagur reyndar. Svaf reyndar lítið í nótt en það bjargaði mér að ég fór í tíma í norrænni trú í morgun sem kom mér af stað. Ég náði síðan að leggja mig í svona 45 mínútur eftir hádegi. Það hefur verið lítið að gera í vinnunni í kvöld. Ekkert svo slæmur dagur reyndar.