Klassísk afmælisveisla á laugardaginn

Ég ætla að halda upp á afmælið mitt á laugardagskvöldið. Ef þig langar að koma þá máttu láta mig vita. Ég ætla hins vegar ekki að bjóða neitt sérstaklega mörgum. En þetta verður klassísk afmælisveisla að mínum hætti. Skúffukaka verður bökuð ásamt einhverju fleiru skemmtilegu. Síðan verða spil spiluð. Bara létt og skemmtilegt.

Föstudagurinn sem er fmælisdagurinn sjálfur mun hins vegar fara í stofuganga og fundi í deild og deildarráði. Endalaust fjör bara. Væntanlega mun kvöldið fara í að horfa á einhverja góða mynd og borða Eldsmiðjupizzu.