Eygló var að skoða gamlar myndir af mér og ég kíkti líka. Þegar við vorum að skoða ungbarnamyndir af mér þá sá ég alltíeinu hvað Sóley litla frænka er lík mér (þó ég hafi ekki verið jafn hárprúður og hún er), þá sérstaklega ákveðnir svipir. Ef ég hefði skanna þá myndi ég setja upp síðu tileinkaða þessum líkindum okkur. Fjölskylda Mumma mágs hefur að miklu leyti getað eignað sér útlitið á barninu en ég geri hér með tilkall til stelpunnar (allavega að einhverju leyti).
2 thoughts on “Nú eigna ég mér hana”
Lokað er á athugasemdir.
Svipurinn á milli fullorðna Óla og Sóleyjar er lítill en svipurinn milli Óla nýfædds og Sóleyjar er umtalsverður.
Hvað eretta maður.
Hún er eins og snýtt út úr nösinni á pabba sínum, það sér það hver heilvita maður.