Við fórum á fimmtudaginn að skoða tvær íbúðir, báðar í hlíðunum. Við komum rétt um klukkan sex að skoða þá fyrri en þá var enginn heima, við biðum aðeins en enginn kom. Þar sem staðsetningin gaf til kynna að blokkin sjálf gæti orðið illa úti við mögulegar framkvæmdir þá ákváðum við bara að gefa skít í hana.
Seinni íbúðin var ágæt að mörgu leyti en hún var illa skipulögð. Hún var frekar stór en plássið var mjög illa nýtt. Þarna var langur gangur sem lítið var hægt að nota í annað en að ganga. Herbergin voru ágæt og stofan fín en eldhúsið var frekar þröngt. Ekki pláss til að baka. Íbúðin var líka of dýr. Reyndar var þarna frábær garður. Ég hefði meiraðsegja verið til í að slá þennan garð þar sem hann var svo sléttur.
Við höldum þá bara áfram leitinni.