Óþægilegar staðreyndir

Björn Bjarnason er alltaf eins:

Þegar rætt er um hryðjuverkaárásina í London fimmtudaginn 7. júlí, láta ýmsir eins og hryðjuverk séu afleiðing þess, að snúist var gegn Saddam Hussein, einræðisherra í Írak, og honum komið frá völdum. Með slíku tali er einfaldlega verið að sneiða fram hjá þeirri staðreynd, að hryðjuverkaárásin á New York og Washington var gerð 11. september 2001 – áður en ráðist var inn í Írak.

Merkilegt að Björn nær að sneiða framhjá þeirri staðreynd að fyrir (og reyndar enn þann dag í dag) 11. september þá voru Bandaríkjamenn með herstöðvar í heimalandi Osama bin Laden þar sem þeir styðja hræðilega harðstjórn. En þetta er óþægileg staðreynd fyrir Björn. Augljóslega er árásin á London hefnd fyrir aðild Breta að innrásunum í Afghanistan og Írak, alveg einsog þær innrásir voru hefnd fyrir 11. september, alveg einsog 11. september var hefnd fyrir hegðun Bandaríkjamanna þar áður.

Þetta er vissulega ákveðin einföldun en ef við rekjum þetta nægilega lengi þá endum við allavega svona þúsund ár aftur í tímann. Af einhverjum ástæðum virðist ekki vera vilji hjá málsaðilinum til að rjúfa þennan vítahring og því eru þeir dæmdir til að endurtaka mistök sögunnar. Á sama tíma mun Björn Bjarnason styðja sitt lið öskrandi „þeir byrjuðu“ á hliðarlínunni einsog krakki sem ekki hefur áhuga á að sjá hina hlið málsins.

Og ef einhver ætlar að segja að með þessu þá sé ég að styðja athafnir hryðjuverkamanna þá segi ég einfaldlega að sá einstaklingur hafi bara ekki vilja og þor til að sjá hvernig þetta virkar í raun. Að sjálfssögðu er ég á móti því að drepa fólk, hvort sem það eru almennir borgarar og hermenn, hvort sem fólkið er í Írak eða annars staðar. Ég sé lítinn mun á því að drepa fólk með loftárásum eða heimatilbúnum sprengjum. Við náum engum árangri með að svara ofbeldi með ofbeldi því þá mun mótleikurinn að öllum líkindum verða meira ofbeldi.

Ég lýk þessu með tilvitnun í vini mína í hljómsveitinni Tý sem ortu um stríðsguðinn:

The truth is sad
Much wants more
Hang your head
Ask what for
We sacrifice
Blood and gore
Before the eyes
Of the God of War